Friday, February 3, 2012

Morgunmatur

Núna ríkir hálfgert millibilsástand hjá mér. Eins og ég sagði síðast ákvað ég að bíða aðeins með að gerast 100% hrár þangað til eftir skypefundinn með David Klein. Var ekki alveg viss um hvað ég var að gera og fannst réttast að bíða eftir að fá almennilegt matarplan sem væri sérsniðið að mínum þörfum, á miklu auðveldara með að gera hluti ef ég veit nákvæmlega hvað ég á að gera.
Þannig að núna er ég samt að reyna að vera nokkuð mikið hrár en borða samt eldaðan mat á móti, kannski eina máltíð á dag.

Fór t.d. á Shalimar í gær með nokkrum sniðugum krökkum og varð aðeins kærulaus. Borðaði dáldið vel sterkan mat og fékk mér meira að segja smá jógúrtsósu með (gróft brot gagnvart veganismanum).
En ég gerði það nú samt og í dag fann ég aðeins fyrir því, meltingin höndlar illa svona mikið sterkt og ég var dáldið vel uppþemdur í dag og smá hræringar í gangi í mallakút.
En það er gott að vita hvað maður á að forðast.

Annars borða ég bara ávexti á morgnana og daginn og finnst það frábært. Fyrir þá sem eru að pæla í að færa sig yfir í hollara mataræði til að vinna bug á Crohn's t.d. held ég að þá sé mjög góð byrjun að venja sig á að borða sæta ávexti á morgnana. Það er örugglega auðveldasta skrefið því að maður er oft svo til í að gera vel á þessum tíma sólarhrings. Að vakna er svona nýtt start og mér allavega finnst lang auðveldast að borða hollta á morgnana og svo fer það að verða erfiðara og erfiðara það sem líður á daginn.
Pínu kannski eins og að setja sér áramótaheit, byrjar af fullum krafti en svo fjarar það smám saman út.

En að borða ávexti á morgnana er snilld, ég fæ mér oftast kannski eins og 2 banana, nokkrar döðlur og kannski epli og perur hakkaðar saman í mixer.
Samkvæmt SHCC (Self Healing Colitis and Crohn's) er talað um að fólk ætti ekki að stöffa sig á morgnana með fullt af mat vegna þess að fyrstu tímana eftir að maður vaknar er líkaminn á hvað mestu spani að hreinsa sig og með því að borða er maður að eyða mikilvægri orku í að melta mat í stað þess að líkaminn geti stundað sitt hreinsunarstarf af fullum krafti.

Brauð og dýraafurðir þarfnast mikillar orku til að melta en vel þroskaðir ávextir eru auðmeltir og ég mæli með að fólk sem er slæmt í maganum, og bara allir, prófi að borða bara ávexti í morgunmat, það er mjög næs!

Svo var smá grein um þetta missjón mitt í Fréttablaðinu á fimmtudaginn, rosa gaman að því! Virðist vera að margir sem eru með þessa sjúkdóma hafi lesið greinina því fólk hefur haft samband og verið að spyrja út í þetta, sem er frábært. Vona að fólk fari að prófa sig áfram í breyttu mataræði til að vinna bug á þessum kvillum!

Sjáumst!

1 comment:

  1. Sæll, ´
    áhugavert blogg hjá þér, flott hjá þér að fara að prófa þig áfram með mataræðið :)
    Ég greindist með Colitis árið 2008 og var á remicade í ca ár og náði góðum bata. En þar sem ég dvaldi í útlöndum í dágóðan tíma þá hætti ég á remicade og fór á Imurel í staðinn, og sl 2 ár hef ég verið að taka inn Imurel og asacol í töfluformi og það hefur haldið mér nánast einkennalausri.
    síðastliðið haust fór ég í speglun og fékk að vita að ég væri með Crohn´s en ekki colitis, en það væri eingöngu bundið við ristilinn ennþá sem komið er..

    Er mjög ánægð með meðferðina sem ég hef fengið, en er ekki alveg sátt með að þurfa að vera á lyfjum fyrir lífstíð eins og læknarnir halda fram.
    Hef reyndar ekki lagst í miklar breytingar á mataræðinu ennþá en það er allt í vinnslu :)
    Sniðugt þetta með ávextina á morgnana. ætla að prófa það. Ætla líka klárlega að útvega mér þessa bók, hún hljómar spennandi.

    En mig langar til að forvitnast,
    er eitthvað prótein sem þú mátt borða skv. þessu plani, annað en það sem er í hnetunum ?
    Eða ertu að taka inn einhver bætiefni í staðin ?

    Gangi þér vel
    Kveðja Margrét

    ReplyDelete