Thursday, February 16, 2012

Fyrsta vikan á healing stage

Eftir fundinn síðastliðinn fimmtudag ákvað ég að taka þetta föstum tökum og fara eftir því sem David sagði í einu og öllu, bæði því sem stóð í bókinni og því sem hann sagði á fundinum.
Strax á laugardaginn leið mér MIKLU betur, eiginlega bara ótrúlega vel. Ég trúði því eiginlega ekki. Maturinn var greinilega að meltast fullkomlega því ég var ekkert uppþemdur með loft í maganum og klósettferðirnar í toppstandi.

Það sem ég hef verið að borða síðan þá er semsagt nánast eingöngu smoothie-ar. Fyrst bý ég til djús úr t.d. eplum, perum, vínberjum, gúrku, sellerí eða gulrótum og svo blanda ég því saman við fullt af bönunum og döðlum í mixer og drekk eins og ég eigi lífið að leysa. Þannig fæ ég öll vítamín, steinefni og amínósýrur sem ég þar og einnig fullt af orku.
Í kvöldmat hef ég svo verið að fá mér gufusoðið grænmeti. Þetta borðaði ég t.d. í gær:


Svo eftir 5 daga að borða alltaf gufusoðnar sætar kartöflur og papriku fór ég að bæta brokkolí við en þá fannst mér eins og maginn fylltist aftur dáldið af lofti (gerjun og rotnun).
Ég hef aldrei verið mikið fyrir soðið grænmeti og í gær fékk ég alveg upp í kok af því. Leið ekki vel, varð hálf flökurt bara. Svo er líka annað með að borða svona soðið grænmeti; ég má helst ekki borða ávexti fyrr en 6 tímum seinna svo þetta nái allt að meltast vel (annars er hætta á að þetta gerjist með ávöxtunum í maganum) og þá verð ég oft svangur á kvöldin, sem er ekki gaman.

Þannig að í dag borðaði ég bara smoothies með grænmetisdjúsum í dag og líður miklu betur. Sendi honum svo email og spurði hvort það væri ekki í lagi að borða það frekar bara og sleppa alveg þessu soðna dóti. Fæ vonandi svar bráðum.

En allavega þá líður mér miklu betur en fyrir viku síðan og er mjög spenntur fyrir framhaldinu.

Ein pæling í lokin svo. Þegar ég sagði lækninum mínum frá því að ég ætlaði að hætta á Remicade og prófa þetta í staðinn þá studdi hann mig í þeirri ákvörðun en sagði samt að með því tæki ég ákveðna áhættu.
Það er að vissu leyti satt en svo er líka hægt að líta á það svona:

Remicade er "ungt" lyf sem lítil langtímareynsla hefur fengist á. Það bælir niður ónæmiskerfið og dregur þannig úr vörnum líkamans og trítar aðeins afleiðingarnar en ekki orsakirnar.
Það sem ég er að gera núna er að borða hollan og góðan mat beint frá náttúrunni, matinn sem mannkynið hefur borðað nánast allan tímann sem það hefur verið til. Það mataræði sem var borðað á þeim tíma sem helstu framfarir í heila mannsins áttu sér stað og það mataræði sem var borðað ÁÐUR en allir helstu nútímasjúkdómar lætu á sér kræla s.s. crohn's og colitis, sykursýki 2 og krabbamein.

Þegar ég horfi á þetta svona er nokkuð ljóst hvar áhættan liggur.

No comments:

Post a Comment