Monday, February 13, 2012

Fundurinn með Dr. David Klein

Síðasta fimmtudag átti ég Skype fund með nýja "lækninum" mínum honum David Klein.
Upphaflega átti fundurinn að vera á þriðjudegi í síðustu viku en hann býr á Hawaii og þar geisaði einhver stormur það kvöld og við þurftum að fresta um tvo daga.
Fundurinn var mjög góður, ég tók hann upp og ég ætla að skrifa niður helstu hluti sem við töluðum um:

-Ég lýsti fyrir honum hvernig mér liði (var þá búinn að vera frekar uppþemdur og ekki alveg nógu góður í maganum).
-Sagði honum hvað ég hefði borðað og hann sagði mér að sleppa kíví, mangó og öllum súrum ávöxtum í bili.
-Ráðlagði mér að búa til mikið af sellerí-gulrótar-epla-vínberja-peru-salat-gúrkudjús í djúsvél.
-Sagði honum að ég hefði borðað dáldið af hrísgrjónum, hnetum og avókadó en hann sagði að ég ætti alls ekki að borða það á meðan líkaminn er ennþá að lagast (en sleppa hrísgrjónum samt alveg).
-Sleppa alveg öllu kryddi, salti, pipar, lauk og chili (if it burns my mouth it's gonna burn my colon, eins og hann sagði).
-Sagði mér frá hráfæðis-jóga-festivali í Danmörku sem heitir Fresh Food Festival, sem ég er búinn að ákveða að fara á næsta sumar.
-Ráðlagði mér, og sagði að það hljómaði kannski skringilega, að fara frekar einstaka sinnum í stuttan ljósatíma yfir dimmustu mánuðina til að fá D-vítamín. Betra að fá það gegnum húðina heldur en í pillum.
-Sleppa ferskum kryddjurtum á meðan healing stage stendur.
-Eina bætiefnið sem hann mælti með var duft úr bygggrasi (eða þá að drekka hveitigrasdjús af og til).
-Söl og annar sjávargróður er góður útaf ýmsum steinefnum og snefilefnum en slæmt vegna magns eiturefna (sjávargróður er hreinsistöð hafsins og dregur í sig eiturefnin), salts og einnig erfiðleika við að melta. Frekar að sleppa því.
-Sagði mér ýmislegt um eldaðan mat og benti mér á greinar. Mun tala um það í næstu bloggum.
-Hann borðar avókadó, hnetur og fræ bara einu sinni í viku. Það er nóg fita.
-Alls ekki borða hrátt grænmeti eins og er, bara djúsa og gufusoðið í kvöldmat.
-Fylgja Vegan Healing Diet Plan eins og stendur í bókinni Self Healing Colitis and Crohn's í sirka 4 vikur. 1. vikuna þarf ég að hakka allt í mixer, og djúsa grænmetið og harðari ávexti.
-Spurði hann hvort hann væri einhverntíma slæmur í maganum og hann sagðist einstaka sinnum finna aðeins fyrir sjúkdómnum ef hann borðaði of mikið af hnetum og fræjum.
-Ráðlagði mér að leggja hráar hnetur og fræ í bleyti í nokkra tíma, hella svo vatninu af og leyfa þeim að spíra í 24 tíma áður en ég borða þær (eftir healing stage).
-Sagði eftir 6 mánuði væri hugsanlega í lagi að fá sér bjór af og til en helst að sleppa því. En að það myndi ekki drepa mig allavega.
-Sagði að lyf við Crohn's væru bara að halda niðri einkennum og gerðu bara illt verra.

Ég segi ykkur svo betur frá hvernig þetta hefur gengið í næsta bloggi.

5 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Hæhæ, vinkona mín var svo yndisleg að benda mér á síðuna þína og ég er meira en sátt með það. Ég er sjálf með Crohn's en greyndist fyrir 3 árum síðan. Ég er að reyna að passa mataræðið mitt og forðast ýmsar matvörur eins og heitann eldinn, verð þó að viðurkenna að ég svindla stundum. Er samt smá lost yfir því hvað er best að borða og þegar ég er ekki góð í ristlinum. Oft lendi ég í því að borða ekki neitt því ég er svo hrædd um að versna eða þá að ég er með 0 matarlist. Þú kannski kannast eitthvað við það?
    Annars ótrúlega fyndið þegar það er verið að ráðleggja manni að fara í ljósabekk þegar það er verið að tala um hversu slæmir þeir eru. Læknirinn minn sagði mér einmitt líka að fara annaðslagið í ljós. Bara næs. Tek annars Colon Cleanser sem eru trefjar með Acidophilus. Mjög gott, mæli með þeim ef þú mátt taka þær.
    Annars ætla ég að fylgjast með blogginu þínu og læri vonandi eitthvað af þér :) Kv. Linda

    ReplyDelete
  3. Það hefur komið í ljós að ljósatímar geta valdið sortuæxlum í húð en má komast hjá því ef maður er með rétt hlutfall af omega 3 á móti ómega 6. Góð fræðla um þetta hérna: http://www.biobu.is/node/29 Ég tek t.d. hörfræjaolíu frá Rapunzel sem er kaldpressuð og góð að þessu leiti því hún er með miklu meira af omega 3 en 6. Svo tek ég reyndar líka Lýsi en svona sitt á hvað. Avocado eru samt með miklu meira af omega 6 en 3 en ég mæli með hörfræjaolíunni.

    ReplyDelete
  4. Linda:
    Mjög gaman að heyra frá þér. Líst vel á að þú sért að pæla í mataræðinu. Ég kannast vel við að hafa litla matarlyst (hafði hverfandi lyst í þessi 2 tímabil sem ég var mjög slæmur) en minna við að hræðast það sem ég borða því það er svo stutt síðan ég áttaði mig á að mataræði skiptir máli.
    Það er rétt, frekar skrýtið að fá ráðleggingar um að fara í ljós en það ætti að vera í lagi í miklu hófi og svo kemur Prómóþeus með fræðandi mola hér fyrir neðan þitt komment.
    Mæli svo með að koma á fræðslufundinn á morgun kl 20 í Skógarhlíð 8. Sé þig kannski þar!

    Prómóþeus:
    Mjög áhugavert með omega fitusýrurnar. Var einmitt á hráfæðisnámskeiði hjá Sollu í gær þar sem hún mælti mikið með hörfræjaolíu. Það er klárlega eitthvað sem ég mun prófa í nánustu framtíð. Takktakk!

    ReplyDelete
  5. já nákvæmlega, kíki á þessar omega pælingar. En ég finn það vel hvað mataræðið skiptir miklu máli. Hef haldið alls kyns matardagbækur eftir að ég greyndist og er alltaf að komast betur að því hvaða matur fer vel í mig og hvaða matur fer illa í mig. Sniðugt þá að skrifa allt niður það sem þú lætur ofaní þig og svo hvernig þér líður eftir á. Við erum svo misjöfn þannig að það er svo erfitt að segja hvaða matur er slæmur og hvaða matur er góður í mallann. Ætla að prófa þessa hörfræjaolíu. Hún hlítur bara að vera góð, trúi ekki öðru. Solla er náttúrulega algjör snillingur í sínu fagi! Annars er ég á ónæmisbælandi lyfjum núna en vonast til að vera lyfjalaus, hvenar sem það nú verður :)Komst ekki á fræðslufundinn vegna þess að ég bý á Akureyri. Frekar langt að fara til að skreppa á einn fund.. hehe en er forvitin að vita hvers konar fræðslufundir þetta eru? Er þetta á vegum Chron's félagsins eða eh? Verð að komast einvertíman :)

    ReplyDelete