Monday, February 20, 2012

Líkaminn er magnaður

Ein af grunnstoðum náttúrulækninga (Natural Hygine eða Orthopathy) er sú kenning að ekkert geti læknað líkamann nema hann sjálfur. Eina sem við eigum að gera er að gera honum það kleift með réttu mataræði, hreyfingu o.fl. Ættum í rauninni að "vera ekki fyrir" og ekki trufla hann með því að dæla í okkur óþarfa lyfjum og slæmum mat.
Það er gengið útfrá því að flestöll ef ekki öll lyf (að undanskildum lyfjum við bráðatilfellum) séu skemmandi fyrir líkamann, þó þau geti um tíma litið út fyrir að virka, og að líkaminn læknist ÞRÁTT fyrir þau en ekki VEGNA þeirra.

Þetta er eitthvað sem hin almennu læknavísindi samþykkja ekki og reyna þau í langflestum tilvikum að finna lausnir á vandamálum með lyfjum.

Þetta eru 2 gjörólíkar skoðanir á málefni sem skiptir gríðarlegu miklu máli og er því vert að staldra við og kanna málið vel áður en maður myndar sér skoðun á þessu.

Samfélagið lítur á lyflækningar sem sjálfsagðan hlut. Þú kennir þér einhvers meins, þá færðu lyf. Sjaldnast er reynt að komast að orsökum veikindanna heldur eru einkennin meðhöndluð með einhvers konar efnablöndum, búnum til að fólki.
Svona aðferðir hafa verið við lýði í langan tíma og hafa færst í aukana á síðustu árum. Núorðið er hægt að fá pillur við ótrúlegustu hlutum og svo virðist sem afstaðan sé sú að fólk eigi bara að gera hvað sem þeim dettur í hug og svo ef eitthvað kemur upp á þá sé það trítað með lyfjum. Með öðrum orðum að fólk þurfi ekki að taka neina ábyrgð á eigin heilsu heldur bara vaða áfram hugsunarlaust og láta aðra sjá um að búa til lyf handa sér við hinum ýmsu kvillum sem fylgja lífsstílnum.

Eftir að hafa lesið mér nokkuð vel til um ýmsar kenningar sem lúta að almennri heilsu hef ég orðið margs vísari um starfssemi líkamans.
Líkaminn er óhugnarlega flókið fyrirbæri sem á hverri einustu sekúndu framkvæmir svo margar og flóknar aðgerðir að það er ekki nokkur leið fyrir okkur að skilja hvað er í gangi nema í mjög grófum dráttum.
Samt erum við svo hrokafull að telja að við höfum réttu svörin við heilsuvandamálum ýmis konar þrátt fyrir þessa mjög takmörkuðu vitneskju um líkamann. Með því að búa til ónáttúruleg lyf og dæla þeim í okkur erum við í raun að segja að við vitum betur en náttúran sem hefur í milljónir ára þróað okkur og gert okkur að því sem við erum.
Þessu er oft líkt saman við mann sem fálmar út í myrkrið í algjörri óvissu í leit að ljósrofanum.

Við eigum ansi langt í land með að komast að leyndardómum náttúrunnar og á meðan held ég að það sé best að leyfa henni að vinna sitt verk í friði svo við vinnum henni og okkur sjálfum ekki meiri skaða en þörf er á.

5 comments:

  1. Úffff Arnar, gæti ekki verið meira ósammála þér í þessari færslu. Skora á þig að hugleiða eitt með þetta. Tökum 2 börn frá Afríku með AIDS, komum með annað í mecca heilsusamlegs lífernis. Barnið er látið lifa þar án allra lyfja. Setjum hitt barnið í miðborg reykjavíkur, þar sem að það þarf ekki að lifa við neinn skort, þ.e.a.s lifir svipuðu lífi eins og ég, drekkur og borðar skyndibitamat þegar því langar til en það tekur líka lyf sem halda alnæminu í skefjum. Hvort barnið helduru að muni lifa lengur?

    Önnur spurning. Ef þú myndir greinast með hvítblæði á morgun myndiru neita allri læknisaðstoð og trúa á að líkaminn muni lækna sig sjálfur?

    Þriðja pæling. Þú segir að líkaminn sé óendanlega flókinn, sammála þér þar, við erum líka að þróast ótrúlega mikið. Eftir að læknavísindum hefur fleytt fram þá hefur meðalaldur fólks lengst, lífsskilyrði batnað til muna og svo má lengi telja...

    Skal vera sammála þér með það að það er óþarfi að tríta allt með lyfjum (sem mörg eru náttúruleg) en flesta sjúkdóma / veikindi þarf að nota lyf til að lækna.
    Já btw
    Svarti dauði bað að heilsa þér, hann ákvað að láta fólk vera útaf gufusoðnu grænmeti en ekki lyfjagjöf
    -Hlynur

    ReplyDelete
    Replies
    1. "Það er gengið útfrá því að flestöll ef ekki öll lyf (að undanskildum lyfjum við bráðatilfellum) séu skemmandi fyrir líkamann"
      Ég mundi nú flokka Aids og hvítblæði sem bráðatilfelli.

      Sjúkdómurinn sem Arnar hefur var líklega bráðatilfelli þegar hann var greindur með hann og er f. mörgum. Fólk sem tók þá áhættu að prófa sig áfram hefur fundið þessa lausn.
      Ég er alltaf að lesa dæmi þar sem maðurinn finnur lausnir á sjúkdómum með náttúrulegum meðferðum, þá oftast hráfæði lífstíll/"meðferðir".
      Hver veit nema það sé til náttúruleg meðferð við fleiri alvarlegum sjúkdómum sem nútímamaðurinn hefur þróað með sér.

      Delete
  2. Hlynur

    Það sem ég er að gagnrýna í þessari færslu er sú afstaða samfélagsins (sem er þó óðum að breytast til hins betra) að lyf sem eiga að tríta einkenni ýmissa sjúkdóma séu eðlilegri hlutir en að borða hollan mat og ástundun heilbrigðs lífernis.

    Í tilfelli þeirra sem eru með Crohn's er það t.d. talinn eðlilegri hlutur að taka inn lyf sem bæla niður ónæmiskerfið (og læknar segja sjálfir að lækni ekkert heldur haldi bara einkennum niðri) og jafnvel láta fjarlægja ristilinn eða hluta meltingarvegarins en að borða réttan mat. Það eru þó til mýmörg dæmi þess að þeir sem hafa skipt yfir í vegan mataræði og mest hrátt hafa læknast af þessum sjúkdómi. Samt telja læknavísindin í dag það "hættulegt" að skipta yfir í þennan lífsstíl.

    Þessi skoðun flestra lækna um að notast eigi við lyf til að viðhalda heilsu finnst mér því mjög athugaverð og er inntak þess sem ég skrifaði.

    Svo eru hins vegar mörg tilfelli þar sem læknavísindin bjarga mannslífum og á það oftast við í bráðatilfellum (eins og ég tók fram) á borð við ýmsar sýkingar af völdum baktería og veira. Þetta á við t.d. þessa 2 sem þú nefndir, alnæmi og svartadauða.
    Og eins og Alexandra benti á þá átti það klárlega einnig við mig þegar ég greindist með Crohn's. Ég hefði verslast upp og dáið hefði ég ekki fengið viðeigandi lyfjagjöf á sínum tíma og þakkaði þessum lyfjum líka kærlega fyrir björgunina og samstarfið í fyrstu færslunni minni.

    Þetta er því spurning um 2 mismunandi hluti, smitsjúkdóma annars vegar og lífsstílstengda sjúkdóma hins vegar. Þeir síðarnefndu eru nefnilega oft trítaðir eins og smitsjúkdómar og því minna lagt upp úr orsökum þeirra og meira í að lækna þá með lyfjum. Þessar aðferðir geta haldið einkennum niðri en veita sjaldnast varanlega lækningu (t.d. með crohn's og aðra þráláta bólgusjúkdóma, sykursýki 2, liðagigt og fleiri).

    Krabbamein er svo á gráu svæði, enda viðkvæmt mál. Það er þó nokkuð ljóst að tíðni krabbameins helst í hendur við lífsstíl fólks og það má draga gríðarlega úr líkum á því með réttri breytni.

    Það er líka alveg rétt að meðalaldur fólks hefur lengst til muna á síðustu árum. Betri lyfjum við smitsjúkdómum er þar að stórum hluta til að þakka.
    En það er mjög skrýtið að þakka bættum krabbameinsmeðferðum og betri lyfjum við Crohn's, sykursýki 2 o.fl. þar sem þessir sjúkdómar væru flestir hvort eð er á undanhaldi ef fólk væri upplýstara og hugsaði betur um heilsuna.

    Ef ég greindist með hvítblæði á morgun myndi ég klárlega íhuga einhvers konar læknisfræðilega meðferð en hugsa mig vandlega um hvort það sé eitthvað sem ég hef gert vitlaust sem hefði getað stuðlað að veikindunum og breyta svo minni hegðun í samræmi við það.

    Varðandi spurninguna um AIDS þá er hún smá útúrsnúningur frá því sem ég var í raun að tala um í blogginu (og ég hélt að væri nokkuð skýrt) og ég tel mig hafa svarað henni áðan.

    ReplyDelete
  3. Hefði kannski bara frekar átt að hafa þetta komment sem sér færslu, eða bók jafnvel:P
    Annars er alveg rétt að ég hefði kannski getað tekið betur fram hvers konar sjúkdóma ég átti við þegar ég minntist á "undantekningu í bráðatilfellum". Reyni að bæta úr því í framtíðinni.

    ReplyDelete
  4. :)
    hélt að þú værir að tala svona in general að lyflækningar væru af hinu illa, en hjartanlega sammála þér að breyttur lífsstíll getur algjörlega breytt áunnum/lífsstílssjúkdómum :)

    ReplyDelete