Tuesday, February 7, 2012

Hvaðan fæ ég prótein?

Þessi spurning er væntanlega sú sem oftast kemur upp í umræðunni um grænmetisætur og þá sérstaklega ef um veganisma er að ræða: "Hvar færðu prótein ef þú borðar ekkert kjöt, fisk né mjólkurvörur?".
Fyrir um ári síðan hefði ég spurt eins (og það er skiljanlegt að fólk velti þessu fyrir sér) en eftir að ég fór að lesa mér vel til um málið varð ég margs vísari.

Nú vita flestir að hnetur og fræ innihalda nokkuð magn af próteinum en í raun gætum við samt alveg sleppt þeim en samt fengið meira en nóg af próteinum.
Ástæðan er sú að að í flestu grænmeti og ávöxtum er svipað mikið magn af próteinum og í móðurmjólkinni, eða um 8%. Málið er bara að þau eru í formi amínósýra.
Öll prótein eru gerð úr löngum keðjum af amínósýrum sem síðan þarf að brjóta niður í ferli sem þarfnast mjög mikillar orku. Svo er þeim aftur raðað saman í lifrinni í þau prótein sem við þurfum.
Próteinin í t.d. vel þroskuðum ávöxtum eru því aðgengileg og þarfnast lítillar orku að melta á móti því að melta dýraprótein sem er mjög erfitt ferli.
Ef það er ekki nóg inniheldur hrátt grænmeti og ávextir ensím sem eru ekkert annað en prótín og einnig eru kjarnsýrur (úr amínósýrum) í hverri einustu plöntufrumu.


Allt frá fyrstu tíð hefur okkur verið kennt að við þurfum að borða kjöt til að fá prótein og maður gleypti við því mjög lengi án þess að efast neitt um málið.
Fyrirtæki keppast við að troða þessum upplýsingum ofan í fólk og úr verður mikill bissness. Svo virðist sem mikil próteinneysla sé það allra mikilvægasta sem ætti að hafa í huga þegar kemur að næringu.
Staðreyndin er samt sú að próteinskortur er nánast óþekkt fyrirbæri og bendir jafnvel margt til þess að mikil neysla á próteinríkum mat geti leitt til ýmissa algengra og alvarlegra kvilla. Ástæða þess er sú að mjög próteinríkur matur er oftar en ekki fituríkur sömuleiðis.

Svo finnst mér líka áhugavert að pæla í því hvað væri þá eiginlega málið með t.d. górillur og naut ef engin prótein væru í grænmetisfæði. Þau lifa eingöngu á plöntum en eru vöðvafjöll með meiru.

En allavega þá er ég að fara á Skype fund með David Klein kl 22 í kvöld. Er vægast sagt spenntur, hann mun væntanlega troðfylla mig af einhverju góðum fróðleik, svara spurningum sem ég hef og búa til glænýtt "healing" matarplan sem ég mun styðjast við á komandi vikum.

Það sem ég ætla m.a. að spyrja hann út í er:

- Hvaðan fæ ég helst D-vítamín (því ég fæ svo lítið úr sólinni á Íslandi)
- Er í lagi að borða ferskar kryddjurtir? (því krydd almennt er ertandi fyrir meltingarkerfið)
- Söl eru mjög kalkrík en ekki mælt með að borða þau á meðan healing stage stendur þar sem þau innihalda grófar trefjar. Væri í lagi að pressa fersk söl í djús?
- Er í alvöru nánast ómögulegt að melta elduð prótein?
- Má ég borða súra ávexti á healing stage?
- Nú er ekki mælt með að borða hrátt og gróft grænmeti á meðal bólgur er til staðar. Hvað með ef ég hakka það í mixer?

Svo mun ég láta ykkur vita hvernig fór!

1 comment:

  1. Hef heyrt að Aloe Vera sé gott við Chrohn's og Colitis. Virkar það?

    ReplyDelete