Núna eru bráðum 5 mánuðir síðan ég fór síðast í Remicade. Þann 9. febrúar byrjaði ég á þessu svokallaða healing stage þar sem ég borðaði einungis sæta ávexti, grænmetis- og ávaxtadjúsa og smá gufusoðið grænmeti. Það stóð yfir í 3 vikur.
Eftir það byrjaði ég að borða meira hrátt grænmeti, avókadó, hnetur og fræ (og ávexti auðvitað) og hef gert það núna í um 2 vikur.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið 100% hrár né 100% vegan þessar síðustu 2 vikur. Hef einu sinni fengið mér grænmetishamborgara (ekki gott að borða hvítt hveiti, sykur né steiktan/grillaðan mat) og svo grænmetispizzu (slæmt: hvítt hveiti og ostur).
Ég hef líka drukkið áfengi tvisvar sinnum.
Þrátt fyrir þessar nokkru freistingar sem ég hef fallið fyrir verð ég að segja að mér líður mjög vel. Ég hef haldið mataræðinu nánast alveg vegan og í kringum 80% hrátt. Passa mig svo að borða ekki of mikið af korni, hnetum og fræjum. Bara svona í hófi.
Ég man ekki eftir að hafa verið svona góður í maganum áður. Enginn niðurgangur og loft í maganum í algjöru lágmarki. Það mætti því segja að ég sé algjörlega einkennalaus í dag.
Þetta er betra en ég þorði að vona og er ég því mjög glaður yfir þessum árangri. Ég þarf samt að vera á varðbergi fyrsta árið því þá er líkaminn ennþá nokkuð viðkvæmur og það þarf kannski ekki mikið til að ég verði slæmur aftur.
Læknirinn minn bað mig svo um að hitta sig seinni partinn í apríl og þá verður tekin blóðprufa og létt skoðun. Hann vildi hitta mig fyrr en síðar ef það kæmi í ljós að ég þyrfti aftur að byrja á Remicade.
En að byrja á Remicade aftur er eitthvað sem ég vil ekki gera og ég hef trú á því að geta verið laus við lyf fyrir fullt og allt.
Ég mæli enn og aftur með bókinni Self Healing Colitis and Crohn's eftir David Klein. Í henni eru mjög ítarlegar upplýsingar um allt sem viðkemur þessum sjúkdómum og svo nákvæmt matarplan sem ég hef fylgt.
Ef þið viljið nálgast bókina þá get ég sent ykkur hana á tölvutæku formi (.pdf). Sendið mér póst á sullumbulli@gmail.com (þarf bráðum að skipta um addressu, ég veit) og þá sendi ég ykkur hana um hæl.
Sæll Arnar
ReplyDeleteÁhugavert blogg hjá þér - fróðlegt að lesa.
Ég greindist með cronh's í desember síðastliðin og er ennþá með stanslausa verki svo ég held að það sé komin tími til að breyta mataræðinu alveg 100% ef maður vill verða góður :)
Svo ég var að velta því fyrir mér hvar maður fær self healing bókina og hvar maður getur pantað skype fund?
Gangi þér vel :)
-Lína Birgitta