Wednesday, February 1, 2012

Eitt skref aftur og tvö stór áfram.

Nú hef ég aðeins farið fram úr sjálfum mér og þarf því að staldra stundarkorn við.
Eftir 5 daga borðandi bara ávexti, grænmeti og djúsa (allt hrátt) leið mér ekki eins vel og ég hafði vonast til (þó þetta hafi byrjað ansi vel). Bæði var ég ekki nógu góður í maganum og svo ekki alveg 100% viss um hvað ég mætti og mætti ekki borða svo ég borðaði frekar lítið og var sísvangur.

Ég ákvað því að fá mér einn Serrano svona rétt áður en ég dæi úr hungri (alveg vegan samt, hjúkk) og lesa aftur bókina Self Healing Colitis and Crohn's og sjá hvort ég rækist á eitthvað sem ég væri að gera vitlaust.
Bókin fer nokkuð hægt af stað, í byrjun fjallar hún mikið um svefn og svo eru ítarlegar lýsingar á því hvað bólgur nákvæmlegu eru og hvað líkaminn er að reyna að gera þegar hann kallar þær fram.

En svo viti menn, þegar ég las svo aftur kaflann um mataræði (sem er stærstur hluti bókarinnar) þá blasti það við mér trekk í trekk: "Þeir sem hafa einhver sjúkdómseinkenni ættu ALLS EKKI að borða HRÁTT GRÆNMETI né heldur HNETUR og FRÆ."
Ég hafði borðað þónokkuð af salati (kál, gúrku, papriku, sellerí o.fl.) og einnig hnetum svo þetta meikaði allt saman sens.

Þarna var skýringin komin. Hrátt grænmeti og hnetur eru erfiðar í meltingu og fyrir þá sem eru bólgnir og veikir fyrir gera þau bara illt verra.
Nú hafði ég lesið þetta áður en gaf þessu lítinn gaum þar sem ég taldi mig laus við einkenni, sem kemur svo núna í ljós að var ekki rétt hjá mér.

Það sem kemur svo fram er að á meðan "Healing stage" stendur ætti fólk aðeins að borða mikið af sætum ávöxtum, pressuðum grænmetisdjúsum og létt gufusoðnu grænmeti (þ.m.t. sætar kartöflur og kúrbítur).
Ennfremur kom fram að það eru engir tveir eins og því þarf sérhannað plan fyrir hvern og einn.

Ég hef því pantað skype tíma hjá Dr. David Klein (sá sem skrifaði bókina og læknaði sig sjálfur af colitis fyrir mörgum árum og hefur hjálpað fjölmörgum að gera slíkt hið sama) í næstu viku.
Fyrir tímann þarf ég að fylla út langan spurningalista þar sem kemur fram allt það sem mögulega tengist mér og sjúkdómnum og svo hittumst við á Skype, ræðum málin, hann kemur með ýmsar ráðleggingar og svo vinnum við saman að nýju matarplani.

Ég hlakka mjög til að hitta hann og þangað til ætla ég að halda áfram að vera vegan en passa upp á að svelta ekki því það er svo leiðinlegt.

8 comments:

  1. Hæ Arnar, ég heiti Theodora og var að koma heim af spítalanum e. mánaðar dvöl vegna Crohn's er möguleiki að fá að vera í meira sambandi við þig varðandi upplýsingar um mataræðið þitt ? :)
    þetta er facebook síðan mín: http://www.facebook.com/profile.php?id=612654280

    og e-mailinn minn er theodora_1995@hotmail.com

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæhæ! Já endilega, ég skal vera í bandi þegar ég fæ nýja matarplanið mitt í næstu viku vonandi.

      Delete
  2. Hæ Arnar, ég las bókina "Meltingarvegurinn og Geðheilsa" þar sem nýjar dyr opnuðust fyrir mér varðandi mat og heilsu. Hún kemur inn á Chrons Disease líka og vinnur útfrá SCD mataræðinu meðal annars. Allavega þá man ég að í henni kemur líka fram að forðast eigi hrátt og þá sérstaklega sterkjuríkt grænmeti til að byrja með, á meðan að meltingarvegurinn er að gróa. Þetta á sérstaklega við um kál og brokkolí td sem er mjög sterkjuríkt. Hún mælir með soði á meðan þessu stendur. Reyndar líka kjötsoði frá til dæmis fisk og lambakjöti en það á kannski ekki við þig núna. En það er rétt að pulsur eru viðbjóður sem enginn ætti að borða. Því miður.. eins og þær eru góðar. Ég hef stundum verið að fá mér "eina með öllu nema pulsu" ef ég hef fengið craving.. sem er alls ekkert svo slæmt hehe. En gangi þér vel og vonandi færðu góðar upplýsingar frá þessum viðtalstíma við lækninn. Vonandi koma einhverjir fróðleiksmolar á bloggið út frá því :) En ég mæli sem sagt hjartanlega með GAPS bókinni "Meltingarvegurinn og geðheilsa" líka. Rosalegur eye opener.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæhæ! Já þetta hljómar eins og bók sem væri sniðugt að lesa. Meikar mikið sens að kötta út sterkuríka grænmetið á meðan líkaminn er ennþá í sárum.
      Hehe hef líka nokkrum sinnum eftir að ég hætti í kjötinu fengið mér pulsu án pulsu en það sökkar pínu. Hef stundum velt fyrir mér hvort ég ætti að mæta með sojapulsu og fá að hita hana aðeins hjá þeim og skella henni í brauðið með öllu gumsinu. Aldrei reyndar látið verða af því.

      En já ég mun klárlega upplýsa um nýja matarplanið þegar það kemur í hús:)

      Delete
  3. Já og sleppa líka öllu hveiti og korni og mjólkurvörum á meðan að meltingarvegurinn er að gróa og taka inn Acidophilus hylki!

    ReplyDelete
  4. Sælir,
    ég hlakka til að lesa meira frá þér. Ég var einmitt á spítala í haust vegna Colitis og svona korteri frá að missa ristilinn! Miiiiklu kjötseyði síðar komst ég loksins heim og upplifði líka þessa hræðslu við að borða. Sem betur fer er sú hræðsla að miklu leyti farin, en ég er einmitt á Remicade...
    Það verður spennandi að fylgjast með þessari tilraun hjá þér :)
    kv
    EddaK

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæbbs! Já vá, það hefði verið slæmt að missa ristilinn. Það er bara gert í neyðartilfellum en ætti að vera hægt að fyrirbyggja alveg með breyttu mataræði.
      Vonandi virkar Remicade á þig og á meðan geturðu kannski byrjað að pæla í mataræðinu og prófað þig áfram. Allavega séð hvernig mér gengur, ég verð tilraunadýr og svo getur fólk tekið ákvarðanir eftir því hversu vel þetta gengur:)

      Delete
  5. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete