Sunday, August 18, 2013

Djúshelgi

Hæ og hó

Núna á miðvikudaginn eru 6 vikur síðan ég for síðast í Remicade. Það er akkurat tímapunkturinn sem ég hef aftur farið að finna fyrir einkennum (niðurgangur, verkir, slappleiki).
Mér hefur hingað til liðið mjög vel og sýni þess engin merki að hlutirnir séu á leið niður á við.

Ég ákvað samt að fyrirbyggja hugsanlega versnun með því að taka djúsföstu í nokkra daga og leyfa þannig meltingarkerfinu að hvíla sig og vinna úr bólgum, ef þær eru eitthvað byrjaðar að myndast.

Ég og kærastan mín ákváðum því að skella okkur upp í bústað til að djúsa, lesa og hafa það kósý.

Eftir að hafa farið fyrst í Bónus komum við við hjá vini okkar og meistara miklum honum Jóni bónda. Hann er grænmetisbóndi á Mosskógum í Mosfellsdal. Hann ræktar HELLING af alls konar fáránlegu girnilegu grænmeti og notar aðeins hrossaskít sem áburð og spreyjar ekki neinu ógeði á matinn.
Hann ræktar semsagt lífrænt, þó að hann sé ekki með slíka vottun.
Það er ekkert smá skemmtilegt að líta við hjá honum, rölta um garðana og benda á það sem maður vill og láta skera það af fyrir sig beint ofan í poka. Ferskara gerist það ekki.



Svo troðfylltum við ísskápinn uppi í bústað af girnilegheitunum og gæddum okkur á yfir helgina. Epli, gulrætur, sellerí og engifer fóru í djúsvélina en græna grænmetið og afhýddar sítrónur/lime fóru í mixerinn og þaðan gegnum síupoka.





Mér líður frábærlega í maganum eftir þessa helgi og meltingin er eins og hún gæti best verið.

Arnar

4 comments:

  1. Afhverju fór græna grænmetið og sítrónur/lime ekki í djúsvélina eins og allt hitt? (:

    ReplyDelete
  2. Ég veit eiginlega ekki af hverju. Oftast þá kreisti ég sítrónur og lime í svona sítruskreistara sem snýst en ég var ekki með hann með mér svo ég afhýddi þær bara og skellti í mixerinn. Síaði svo gegnum síupoka.

    Væri vel hægt að setja það gegnum djúsvélina líka.

    Ég geri stundum geðveikt góðan djús þar sem ég set engifer, epli og heilar (lífrænar) sítrónur með berki og öllu gegnum djúsvélina.
    Hakka þetta svo saman við avókadó í mixer.

    Mæli með að prófa þetta, alveg ný vídd í djúsmálum :)

    ReplyDelete
  3. Og já græna grænmetið bara nýtist miklu betur ef þú hakkar það í mixer og síar svo.
    Það kemur varla neitt út ef maður setur t.d. grænkál í venjulega djúsvél.

    Það er ekki nema þú eigir svona hægpressu, svipaða og þessa sem er notuð fyrir hveitigrasið, fínt að setja grænt í hana.

    ReplyDelete
  4. Já þegar þú segir þetta þá meikar það meira sens en að setja í djúsvélina.. Ég ætla prófa þennan drykk (:

    ReplyDelete