Tuesday, April 10, 2012

Kæruleysi og afturför

Núna eru akkurat liðnar 6 vikur síðan ég byrjaði aftur að borða "venjulegri" mat. Þar áður hafði ég í 3 vikur borðað ekkert nema sæta ávexti, grænmetisdjúsa og gufusoðið grænmeti af og til. Þessar 3 vikur köllum við Healing Stage og eftir það fannst mér ég aldrei hafa verið betri í maganum áður.

Ég byrjaði svo frekar rólega að færa mig meira yfir í hrátt grænmeti, hnetur og fræ og þess háttar, og leið áfram mjög vel.
Svo smám saman varð ég kærulausari, fékk mér grænmetishamborgara og meiri skyndibita (meira að segja franskar), steiktan og mikið eldaðan mat, oft of mikið af hnetum og fræjum og drakk of mikið áfengi í páskafríinu.

Síðustu vikuna var ég hvað kærulausastur og núna finn ég fyrir því. Lausari hægðir þar sem líkaminn nær ekki að vinna vel úr því sem ég hef sett ofan í hann.

Í dag er ég með hálsbólgu, frekar slappur og ekki eins góður í maganum og ég vildi vera. Ég tel ástæðuna að stórum hluta vera sukkið síðustu 2 eða 3 vikurnar.

Í gær ákvað ég því að taka nokkur skref til baka og borðaði bara ávexti og grænmetisdjúsa. Ég mun halda því áfram í dag (eða jafnvel bara fasta, drekka fullt af vatni og hvíla mig vel eins og ráðlagt er að gera í Self Healing Colitis and Crohn's) og sjá svo hvað setur.

Það verður gaman að sjá hvort og hvernig ástandið lagast eftir að ég núna byrja aftur að borða það sem mér var ráðlagt.

Já leiðin að góðri heilsu er greinilega ekki bein og langt frá því að vera hindranalaus. En með reynslunni lærum við örugglega smám saman að velja og hafna þangað til við komumst á þann stað sem við viljum.
Maður má bara ekki missa sjónar á markmiðinu.

No comments:

Post a Comment