Monday, March 19, 2012

Samsetning máltíða

Þangað til snemma á þessu ári hef ég aldrei pælt neitt í samsetningu þeirra máltíða sem ég borða. Ég hafði í raun ekki hugmynd að það skipti neinu máli hvernig mat væri blandað saman og því leiddi ég ekki hugann að því.
Mér finnst líklegt að fólk almennt pæli ekki mikið í þessu og því langar mig aðeins að skrifa niður það sem ég hef lært síðustu vikurnar.

Blöndun hráefna hefur mikil áhrif á meltingu matarins og getur í raun haft mikið um það að segja hvort maturinn meltist yfir höfuð.
Það sem kannski flestir þekkja úr þessum fræðum er að ekki sé gott að blanda saman kolvetnum (sterkju) og prótínum. Það sem gerist þegar við borðum sterkju er að kirtlar í munninum seyta ensími sem heitir ptyalin (mjög gott orð) sem brýtur niður sterkjuna í maltósa (tvísykra). Á meðan þetta gerist er sýrustig munnsins og magans frekar hátt (basískt).
Þegar líkaminn meltir prótín (t.d. hnetur og avókadó) þá breytist sýrustigið og verður lágt (súrt) því þannig verður líkaminn að vera þegar slíkur matur er meltur.

Þegar þetta tvennt er borðað reynir líkaminn samtímis að hafa lágt og hátt sýrustig sem veldur því að hvorugt efnið meltist vel - sterkjan gerjast og prótínin rotna. Það orsakar svo mikla gasmyndun í líkamanum (þegar sykrur gerjast er aukaafurðin illa lyktandi og oft eitrað gas) og ýmsar aðrar meltingartruflanir. Einnig nær líkaminn þ.a.l. ekki að nýta sér almennilega næringuna úr matnum sem auðvitað er slæmt.

Það sama gerist þegar súrir ávextir eru borðaðir með sterkju, nema að í ofanálag hindra þeir beinlínis seytingu ptyalins í munninum þannig að sterkjan meltist enn verr.

Hér koma svo helstu leiðbeiningar um samsetningu matar sem ég hef lesið mér til um:

-Ávexti ætti aðeins að borða alveg sér eða með grænu laufmeti, sellerí eða gúrku
-Melónur ætti að borða alveg sér (þær eru svo vatnsmiklar og meltast á svipuðum hraða og djús. Ef t.d. bananar eru borðaðir með er hætta á melónurnar staldri lengur við í maganum með bönununum og þá eykst hætta á að þær gerjist).
-Sítrúsávexti ætti að borða a.m.k. hálftíma á undan öðrum ávöxtum.
-Sterkju (kartöflur, korn, gulrætur..) er hægt að borða með öllu grænu laufmeti, sellerí, gúrku og papriku en EKKI með tómötum, hvorki sætum né súrum ávöxtum, hnetum, fræjum eða avókadó.
-Fitu- og prótínríkur matur (hnetur, fræ og avókadó) blandast vel með grænu laufmeti, sellerí og gúrku og LITLU magni af súrum ávöxtum (þ.m.t. tómötum). EKKI ætti að blanda því saman við sterkju og sæta ávexti.

Ef þessu er fylgt ætti maturinn að meltast vel og örugglega án þess að gerjast eða rotna í meltingarkerfinu.
Kjöt, fiskur, egg og mjólkurvörur er ekki talað um í þessum fræðum þar sem þessar afurðir eru taldar óæskilegar.

Það tekur smá tíma fyrir þessar upplýsingar að síast inn en fljótlega verður þetta leikur einn.

1 comment:

  1. http://www.homopatar.is/page11/page50/files/surtogbasiskt.pdf

    ReplyDelete